Rannsóknir sýna að ungabörn eru ótrúlega fær í að greina mállýskur, tónfall og laglínur. Rétt um eins árs aldur eru börn þegar farin að útiloka málhljóð sem þau hafa aldrei heyrt. Helga Rut Guðmundsdóttir dósent í menntunarfræði tónlistar segir það gríðarlega mikilvægt að syngja með börnum og halda uppi samræðum við þau frá fyrsta degi. Helga kom í þáttinn og útskýrði vægi söngþroska fyrir máltöku barna.l
Það er óhætt að segja að veðurfræði sé mikil ástríða hjá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Pálma Erlendssyni. Kristín er jarðskjálftafræðingur og vinnur hjá Veðurstofu Íslands og Pálmi vann þar, en hann er jarðfræðingur. Á heimili þeirra hafa þau sett upp sinn eigin jarðskjálfamæli og voru nú fyrir skemmstu að setja upp eldingarmæli sem þau hafa gefið nafnið John Travolta. Við kíktum í heimsókn til þeirra og fengum að sjá hvernig þessar græjur virka og fengum smá kennslu í jarðskjálfrafræði og eldingum í leiðinni. Hægt er að skoða eldingarkortið sem tala er um í viðtalinu hér: http://en.blitzortung.org/live_lightning_maps.php
og jarðskjálftakortið hér: https://raspberryshake.org/community/eq-view/
Við fengum pistil frá Magnúss R. Einarssyni í dag en hann hélt áfram umfjöllun sinni frá því í síðasta pistli um hamingjuleitina sem bandaríski sálfræðingurinn Daniel Kahneman segir að sé að mestu á misskilningi byggð því að það sem við séum í raun að leita er ánægja. Ánægja með sjálf okkur og lífið. Hamingjan er hverful og í rauntíma, ánægjan er viðvarandi og byggir á langtímamarkmiðum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON