Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og nú forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Halla er frambjóðandinn sem allir eru að tala um núna og hefur verið að fljúga hátt í skoðanakönnunum. Í þessu viðtali kynnumst við bakgrunni hennar og hvað hún sér fyrir sér að gera í embætti forseta Íslands nái hún kjöri. Hún vill nýta rödd sína til að leggja áherslu á nýsköpun og samvinnu fólks í landinu. Þá vill hún leggja sitt af mörkum til að sameina þjóðina og telur þess vegna mikilvægt að vera óflokkspólitískur frambjóðandi.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/