Bara bækur

Stríðsbjarmar, Kúbudeilan og Aksturslag innfæddra


Listen Later

„Svo heldur heimsstyrjöldin áfram til sívaxandi blessunar fyrir land og þjóð, enda af mörgum aldrei nefnd annað en blessað stríðið,“ segir í Sjálfstæðu fólki. Þegar kemur að stríðsátökum hefur litla herlausa þjóðin hér á Íslandi upplifað stríðstíma úr fjarlægð en þó ekki mikilli því þeir rata oft heim á endanum og það vitum við. Við ætlum að taka fyrir tvær bækur sem komu út í lok síðasta árs og glíma við stríð. Önnur er um örlagaríka atburði kalda stríðsins og hin er skrifuð um atburði sem standa okkur nær í tíma, og gerast nánar til tekið í rauntíma: stríð í Úkraínu. Við rýnum í bækurnar Kúbudeilan eftir Max Hastings í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, og Stríðsbjarmar eftir Val Gunnarsson. Magnús og Valur verða gestir þáttarins.
En hefjum leika á allt öðru: sögum af fólki, sögum fjarri stríði. Þórdís Gísladóttir skáld og þýðandi sendi frá sér nýtt smásagnasafn á síðasta ári, Aksturslag innfæddra sem geymir sjö smásögur sprottnar úr raunveruleikanum. Þórdís sendi þar að auki frá sér tvær þýðingar á síðasta ári: Smáatriðin eftir Ia Genberg og Gift eftir Tove Ditlevsen. En í Aksturslagi innfæddra má finna glefsur inn í líf fólks úr ólíkum áttum frá ólíkum tímum. Við fyrstu sýn eru atburðirnir í Aksturslagi innfæddra hversdagslegir og jafnvel smávægilegir en þeir endurspegla stærri hliðar tilverunnar og vekja upp spurningar um það hver við erum og hvort við þekkjum aðrar manneskjur til fulls.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

112,586 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,631 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners