Mannlegi þátturinn

Stuðningsnetið Ég skil þig, breyskleikar og Ragnar skíðaþjálfari


Listen Later

Alþjóðadagur gegn krabbameinum var haldinn um heim allan 4. febrúar. Að því tilefni hrintu Kraftur og Krabbameinsfélagið af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning. Stuðningsnetið er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þeir koma hingað Guðmundur Kristinsson sem greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein þegar hann var 54 ára og Gísli Álfgeirsson, konan hans og barnsmóður greindist tvisvar með brjóstakrabbamein og lést á síðasta ári. Þeir eru báðir stuðningsfulltrúar í Stuðningsnetinu.
Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar, leikara, grínara, meistaranema í klínískri sálfræði og skólastjóra Bataskólans, héldu áfram í þættinum í dag. Þorsteinn hefur verið hjá okkur undanfarna mánudaga og velt fyrir sér stórum spurningum sem snúa að því að vera manneskja. Hann hefur velt fyrir sér spurningum eins og hvað er líkt með heilum okkar og tölvum? Getum við breyst? Og í dag velti hann fyrir sér spurningunni af hverju gerum við ekki það sem við ætlum að gera? Hægt er að senda inn reynslusögur eða spurninga á [email protected].
Skíðafélag Strandamanna var stofnað fyrir tuttugu árum og þar er unnið mikið og gott starf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason sem er þjálfari skíðagarpanna og Aðalbjörgu Óskarsdóttur formann félagsins og ræddi við þau um félagið, íþróttina, strandagönguna og hið merka sjálfboðavinnustarf sem þarna fer fram.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners