Þessi þáttur er í boði Chitocare og Dominos -
Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundson kom til mín í einlægt viðtal en hann sprengdi íslenska tískusenuna þegar hann stofnaði merkið JÖR. Guðmundur hefur verið opinn varðandi geðheilbrigði sem ég dáist mikið af. Hann opnar sig um kynferislegt ofbeldi sem hann lenti í, mikilvægi sálfræðimeðferðar, rítalín notkun og förum einnig yfir tímalínuna hans frá því hann byrjaði í listaháskólanum, stofnaði tískumerkið JÖR sem sprakk upp og einnig tölum við um afleiðingar þess að sitja í stjórnarstöðu hjá stóru fyrirtæki og öllu sem því fylgir, Gjaldþrotið og comeback-ið sem komið er á flug. Guðmundur talar mjög hreint út og skilur ekkert eftir. Stórmagnað að viðtal við stórmagnaðan mann. Njótið vel -