Mannlegi þátturinn

Þóra og Ævintýrajóga, lífeyrismálin á mannamáli og Bergdís lesandi vikunnar


Listen Later

Þóra Rós Guðbjartsdóttir dansari og jógakennari lærði listdans í Mexíkó og er núna á skjám landsmanna þar sem hún kennir börnum jóga í gegnum þættina Ævintýrajóga. Í Mexíkó ferðaðist hún um með danshópum og sýndi dans en fann sig svo betur í jógafræðunum og er með ýmis plön í farvatninu og ekki bara fyrir börn. Þóra kom til okkar í dag.
Eins og undanfarna mánudaga kom Georg Lúðvíksson til okkar í dag í það sem við köllum fjármálin á mannamáli og í dag fór hann aðeins með okkur yfir lífeyrismálin. Þau eru mikilvæg og ekki því fyrr sem maður hugsar um þau og kynnir sér þau, því betra. Georg fór betur yfir lífeyrismálin í þættinum.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, leikkona, leikstjóri og leiklistarkennari, en hún skrifaði, ásamt Arnari Haukssyni, útvarpsleikritið Sorrí hvað ég svara seint, sem var flutt um páskana í útvarpinu og hægt er að hlusta á í spilara RÚV. Við fáum hana aðeins til að segja okkur frá því og svo auðvitað líka frá þeim bókum sem hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bergdís talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Systir mín, raðmorðinginn e. Oyinkan Braithwaite
Hælið e. Emil Hjörvar Petersen
Uncut Funk e. Bell Hooks og Stuart Hall
Guðrún Helgadóttir og Astrid Lindgren
Bell Hooks
Andri Snær Magnason
Shaun Tan
Sólveig Eva Magnúsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Perfidia / Linda Ronstadt (Milton Leeds)
Apríkósusalsa / Sniglabandið og Borgardætur (Pálmi J. Sigurhjartarsson og Helga Kvam)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners