Mannlegi þátturinn

Þórunn Ólafsdóttir, Ný dögun og samtök leigjenda


Listen Later

Það líður vart sá dagur að ekki komi frétt um málefni flóttafólks, bæði innlendar og erlendar. Nú eru átta ár liðin frá upphafi Sýrlandsstríðsins og á þessum átta árum hefur straumur fólks sem hefur leitað skjóls fyrir sig og sína verið í fréttum nánast hvern dag, neyð þessa fólks hefur verið fyrir augum okkar þessi ár. Flest okkar horfa á þetta úr fjarlægð, en Þórunn Ólafsdóttir hefur gert talsvert meira, hún hefur farið í nokkrar ferðir til eyjunnar Lesbos þar sem hún hjálpaði flóttafólki sem kom þangað á bátum við mjög erfiðar aðstæður. Hún hefur líka tjáð sig um málefni Palestínu, meðal annars í samhengi við Eurovision, þar sem hún hvatti til sniðgöngu Íslands á keppninni, þar sem það væri ósk Palestínsku þjóðarinnar. En Þórunn þekkir aðstæður í Palestínu eftir að hafa verið þar árið 2014. Þórunn kom í þáttinn og talaði um Mið-Austurlönd og störf sín með fólki á flótta.
Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, býður nú upp á stuðningshóp sem er sérstaklega ætlaður þeim sem hafa misst ástvini beint eða óbeint af völdum fíknar, áfengis- eða vímuefnafíknar, hvort sem það er barn, systkini, maki eða annar nákominn. Úrvinnsla aðstandenda eftir slíkan getur m.a. snúið að langvinnum erfiðum samskiptum við fíkilinn, auk þess að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir. Þeir Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju og Hrannar Már Sigrúnarson, sem leiðir stuðningshópinn, komu í þáttinn.
Samtök leigjenda bjóða til stjórnarfundar á laugardaginn og er fundurinn opin öllum þeim sem hafa áhuga á málefnum leigjenda. Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína er formaður samtakanna og ræddi við okkur um stöðuna á leigumarkaði og það sem efst verður á baugi á fundinum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners