Mannlegi þátturinn

Tófan, ljóð kvenna, geislun og Grímsey á Steingrímsfirði


Listen Later

Magnea Ingvarsdóttir, menningarfræðingur, hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur út facebook síðunni Tófan, ljóð kvenna frá örófi alda til okkar daga. Þar birtir hún ljóð eftir konur og ýmislegt sem þeim tengist. Þetta eru ljóð sem mörg hver hafa ekki sést áður og höfundarnir eru flestir óþekktir. Magnea kom í þáttinn og við fengum hana til að segja okkur frá þessu áhugaverða verkefni.
Chernobyl þáttaserían hefur heldur betur slegið í gegn - við erum stolt af því að tveir íslendingar koma að þessum þáttum Baltasar Breki sem einn leikaranna og Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina. Mörgum þykja þættirnir heldur óhugnalegir og veigra sér við að horfa á senurnar þar sem þeir sem staddir voru í kjarnaorkuverinu þetta örlagaríka kvöld liggja deyjandi á kvalafullan hátt á spítalanum. Við veltum fyrir okkur þeim áhrifum sem geislun hefur á líkamann og hvað það er sem gerir það að verkum að frumur hans geta farið illa út úr mikilli geislun. Og svo er ekki sama geislun og geislun - til þess að fræða okkur um þetta kom Maríanna Garðarsdóttir yfirlæknir á Röntgendeild Landspítala Háskólaskjúkrahúss í þáttinn í dag.
Grímsey á Steingrímsfirði er sannkölluð náttúruperla, sérstaklega þegar þúsundir lunda hafa búið þar um sig. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór með bátnum Sundhana út í eyjuna og spjallaði við skiptstjórann Franklín Ævarson og Möggu Stínu sem mun starfa sem leiðsögumaður í eynni í sumar.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNDÍS BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners