Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var séra Vigfús Bjarni Albertsson. Hann hefur starfað sem sjúkrahúsprestur á Landspítala - Háskólasjúkrahús frá 2005, hann var mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar frá 2018-19 og hefur nú verið ráðinn í starf forstöðumanns Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og fórum með honum á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Í matarspjalli dagsins töluðum við um smákökur og sögu þeirra á Íslandi. Við sögðum frá nokkrum einföldum smákökuuppskriftum og gáfum góð ráð fyrir smákökubaksturinn.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR