Mannlegi þátturinn

100 rampar komnir, Fabúla og Svanur Kristjánsson


Listen Later

Haraldur Ingi Þorleifsson kom í þáttinn í dag. En hann ýtti úr vör átakinu Römpum upp Reykjavík, þar sem markmiðið var að byggja 100 rampa, eða skábrautir, til að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Verkefnið hefur gengið það vel að nú er farið að tala um að byggja 1000 rampa í næsta skrefi. En markmið átaksins er sem sagt að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að gera úrbætur í aðgengismálum fyrir fólk í hjólastólum. Haraldur sagði okkur betur frá þessu góða átaki í þættinum.
Við sögðum í dag frá sérstakri sýningu sem verður frumsýnd í Gamla bíói 17. nóvember. Þetta er tónleikhús og danssýning á mörkum tónleika og leikhúss. Verkefnið er styrkt af Sviðslisasjóði og byggir á tónlist Fabúlu, Margrétar Kristínar Sigurðardóttur, allt frá fyrstu plötu til óútgefinna nýrri verka. Margrét kom í þáttinn.
Héraðsbókasafn Strandasýslu er staðsett í Grunnskóla Hólmavíkur og þangað lagði Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, leið sína til að hitta bókavörðinn Svan Kristjánsson sem er alinn upp á bænum Lambeyri í Tálknafirði en bjó svo í tuttugu og þrjú ár í Ástralíu áður en hann fluttist til Hólmavíkur.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners