Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, skrifaði nýlega leiðara um síðastliðnar borgarstjórnarkosningarnar. Í þessu hlaðvarpi er rætt um þau skrif.
Titill leiðarans er "Flokkurinn sem útilokaði sjálfan sig" og fjallar um að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að útiloka sjálfan sig fyrir síðustu kosningar. Arnar gefur lítið fyrir hugmyndir flokksmanna Sjálfstæðisflokksins um að aðrir séu að beina spjótum sínum að flokknum og telur að áherslur og framboðslistinn sé meginorsök þess að margir flokkar forðist samstarf með þeim.