Halldór Armand skrifaði nýlega bók sem að heitir Mikilvægt rusl og fjallar um sorphirðufólk á tímum hrunsins. Í upphafi hlaðvarpsins er rætt stuttlega um bókina en þorri hlaðvarpsins fer í að ræða listamannalaun, hugmyndafræði og stjórnmálin.
- Er maður líklegri til að fá listamannalaun ef maður skrifar um loftslagskvíða á Gaza?
- Eru stjórnmálaflokkar raunverulega femínískir?
- Er fyrirtækjum á Íslandi raunverulega annt um fjölbreytileikann?
- Voru hvítir karlar afhöfðaðir við úthlutun listamannalauna?
Þessum spurningum er svarað hér.