
Sign up to save your podcasts
Or
Liggja stór tækifæri fyrir Íslendinga á Grænlandi. Því svarar gullleitarmaðurinn Eldur Ólafsson í nýjasta þætti Spursmála en hann ritaði afar áhugaverða grein um málið sem birt var á miðopnu Morgunblaðsins nú í morgun.
Mun Jens Garðar bjóða sig fram?
Jens Garðar Helgason verður einnig spurður út í mögulegt varaformannsframboð í Sjálfstæðisflokknum sem hann hefur títt verið orðaður við að undanförnu en í lok mánaðarins skunda Sjálfstæðismenn í Laugardalshöll og kjósa þar nýja forystu fyrir flokkinn.
Ásamt Jens Garðari ræðir fréttir vikunnar Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ. Hún er eigandi Extra-loppunnar sem síðustu sjö árin hefur gert það gott á markaði með notaðan fatnað.
Í lok þáttar ræðir Stefán Einar við lögfræðinginn Einar Geir Þorsteinsson sem sér ýmislegt athugavert við þau málalok sem nú blasa við í hinu svokallaða styrkjamáli þar sem Flokkur fólksins fékk greiddar 240 milljónir króna í trássi við lög. Hann telur lögfræðiálit sem fjármála- og efnahagsráðherra fékk í hendur ekki rétta leið til að útkljá málið.
5
22 ratings
Liggja stór tækifæri fyrir Íslendinga á Grænlandi. Því svarar gullleitarmaðurinn Eldur Ólafsson í nýjasta þætti Spursmála en hann ritaði afar áhugaverða grein um málið sem birt var á miðopnu Morgunblaðsins nú í morgun.
Mun Jens Garðar bjóða sig fram?
Jens Garðar Helgason verður einnig spurður út í mögulegt varaformannsframboð í Sjálfstæðisflokknum sem hann hefur títt verið orðaður við að undanförnu en í lok mánaðarins skunda Sjálfstæðismenn í Laugardalshöll og kjósa þar nýja forystu fyrir flokkinn.
Ásamt Jens Garðari ræðir fréttir vikunnar Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ. Hún er eigandi Extra-loppunnar sem síðustu sjö árin hefur gert það gott á markaði með notaðan fatnað.
Í lok þáttar ræðir Stefán Einar við lögfræðinginn Einar Geir Þorsteinsson sem sér ýmislegt athugavert við þau málalok sem nú blasa við í hinu svokallaða styrkjamáli þar sem Flokkur fólksins fékk greiddar 240 milljónir króna í trássi við lög. Hann telur lögfræðiálit sem fjármála- og efnahagsráðherra fékk í hendur ekki rétta leið til að útkljá málið.
477 Listeners
146 Listeners
23 Listeners
30 Listeners
90 Listeners
26 Listeners
11 Listeners
28 Listeners
73 Listeners
26 Listeners
22 Listeners
20 Listeners
13 Listeners
32 Listeners
6 Listeners