
Sign up to save your podcasts
Or


Liggja stór tækifæri fyrir Íslendinga á Grænlandi. Því svarar gullleitarmaðurinn Eldur Ólafsson í nýjasta þætti Spursmála en hann ritaði afar áhugaverða grein um málið sem birt var á miðopnu Morgunblaðsins nú í morgun.
Mun Jens Garðar bjóða sig fram?
Jens Garðar Helgason verður einnig spurður út í mögulegt varaformannsframboð í Sjálfstæðisflokknum sem hann hefur títt verið orðaður við að undanförnu en í lok mánaðarins skunda Sjálfstæðismenn í Laugardalshöll og kjósa þar nýja forystu fyrir flokkinn.
Ásamt Jens Garðari ræðir fréttir vikunnar Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ. Hún er eigandi Extra-loppunnar sem síðustu sjö árin hefur gert það gott á markaði með notaðan fatnað.
Í lok þáttar ræðir Stefán Einar við lögfræðinginn Einar Geir Þorsteinsson sem sér ýmislegt athugavert við þau málalok sem nú blasa við í hinu svokallaða styrkjamáli þar sem Flokkur fólksins fékk greiddar 240 milljónir króna í trássi við lög. Hann telur lögfræðiálit sem fjármála- og efnahagsráðherra fékk í hendur ekki rétta leið til að útkljá málið.
By Ritstjórn Morgunblaðsins5
22 ratings
Liggja stór tækifæri fyrir Íslendinga á Grænlandi. Því svarar gullleitarmaðurinn Eldur Ólafsson í nýjasta þætti Spursmála en hann ritaði afar áhugaverða grein um málið sem birt var á miðopnu Morgunblaðsins nú í morgun.
Mun Jens Garðar bjóða sig fram?
Jens Garðar Helgason verður einnig spurður út í mögulegt varaformannsframboð í Sjálfstæðisflokknum sem hann hefur títt verið orðaður við að undanförnu en í lok mánaðarins skunda Sjálfstæðismenn í Laugardalshöll og kjósa þar nýja forystu fyrir flokkinn.
Ásamt Jens Garðari ræðir fréttir vikunnar Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ. Hún er eigandi Extra-loppunnar sem síðustu sjö árin hefur gert það gott á markaði með notaðan fatnað.
Í lok þáttar ræðir Stefán Einar við lögfræðinginn Einar Geir Þorsteinsson sem sér ýmislegt athugavert við þau málalok sem nú blasa við í hinu svokallaða styrkjamáli þar sem Flokkur fólksins fékk greiddar 240 milljónir króna í trássi við lög. Hann telur lögfræðiálit sem fjármála- og efnahagsráðherra fékk í hendur ekki rétta leið til að útkljá málið.

480 Listeners

150 Listeners

25 Listeners

93 Listeners

26 Listeners

15 Listeners

9 Listeners

28 Listeners

72 Listeners

33 Listeners

23 Listeners

20 Listeners

5 Listeners

33 Listeners

9 Listeners