Eitt þverpólitískt. Þórarinn er einn að þessu sinni en fær til sín góðan gest. Bjarni Halldór Janusson var á sínum tíma yngsti þingmaðurinn til þess að gegna Alþingisembætti og stundar nú framhaldsnám í stjórnmálafræði í Bretlandi. Þórarinn og Bjarni ræða Breskar þingkosningar og hvernig popúlismi hefur haft áhrif á landslag stjórnmálanna í Evrópu. Þeir varpa fram eftirfarandi spurningum: Hafa vinstri flokkar glatað tengslum sínum við verkafólk? Er hugmyndin um upplýstan kjósanda úrelt á tímum tæknibyltingarinnar og falsfrétta? Hvaða áhrif höfðu vandamál Verkamannaflokksins um gyðingahatur á kosningarnar? Í síðari hluta hlaðvarpsins fara Bjarni og Þórarinn út í akademískt frelsi, Ísland, Miðflokkinn og velta því fyrir sér hvort að tengsl akademískra stofnana við fjármagn grafi undan gæðum þeirra.