Spursmál

#71. - Sykurpabbar í stuði og ráðherra sakaður um ósannindi


Listen Later

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir fjár­málaráðherra og at­vinnu­vegaráðherra halda fram ósann­ind­um í fram­setn­ingu sinni á fram­lögðum til­lög­um um hækk­un veiðigjalda.Millj­arðar á millj­arða ofan

Seg­ir hún með ólík­ind­um að ráðherr­arn­ir haldi því fram að út­gerðin muni halda eft­ir óskert­um hlut af hagnaði sín­um eft­ir breyt­ing­arn­ar. Við blasi að það geti ekki verið þegar gjöld eru hækkuð um millj­arða á millj­arða ofan.

Í viðtal­inu fer Heiðrún Lind einnig yfir það hvaða áhrif þess­ar áætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar geta haft á fisk­vinnslu vítt og breitt um landið. Seg­ir hún að verið sé að færa kerfið í átt að því sem gert hef­ur verið í Nor­egi. Þar er fisk­vinnsl­an rík­is­styrkt, hún víða rek­in með tapi og gjaldþrot eru al­geng. Þá er stór hluti afl­ans sem að landi berst send­ur rak­leitt til ríkja á borð við Pól­land og Kína þar sem hann er full­unn­inn.

Ásamt Heiðrúnu var fjölda stjórn­arþing­manna og ráðherra boðið til þátt­töku í umræðunni um vænt­an­leg­ar breyt­ing­ar á auðlinda­gjöld­um í sjáv­ar­út­vegi. Eng­inn þeirra átti hins veg­ar tök á því að mæta til leiks.

Auk Heiðrún­ar Lind­ar mæta í þátt­inn þau Pat­rik Atla­son tón­list­armaður og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir, leik­ari, leik­stjóri og fyrr­um þjóðleik­hús­stjóri. Þau ræða frétt­ir vik­unn­ar, Eddu-verðlaun­in þar sem Tinna hlaut heiður­sverðlaun ásamt eig­in­manni sín­um, Agli Ólafs­syni. Þá gaf Pat­rik út nýtt lag í morg­un sem ber hina virðulegu yf­ir­skrift, Syk­urpabbi.

Í lok þátt­ar­ins mæt­ir á svæðið Jón Gunn­ar Jóns­son, fyrr­um for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins. Í liðinni viku voru þrjú ár frá því að ís­lenska ríkið losaði um ríf­lega 50 millj­arða hlut í Íslands­banka í útboði sem átti eft­ir að draga dilk á eft­ir sér. Svo stór­an raun­ar að Bjarni Bene­dikts­son sagði af  sér embætti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Jón Gunn­ar vill meina að þarna hafi farið fram far­sæl­asta útboð Íslands­sög­unn­ar. En í þætt­in­um er sag­an að baki því rak­in, einnig rætt um nú­ver­andi fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda um að ljúka sölu á eft­ir­stæðum hlut sín­um í Íslands­banka. Þá er Jón Gunn­ar einnig spurður út í at­b­urðarás­ina sem leiddi til þess að Lands­bank­inn keypti trygg­inga­fé­lagið TM í heilu lagi, í trássi við vilja lang­stærsta eig­anda bank­ans, rík­is­sjóðs Íslands.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpursmálBy Ritstjórn Morgunblaðsins

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

2 ratings


More shows like Spursmál

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

475 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

153 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

221 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

FM957 by FM957

FM957

31 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Grjótkastið by Björn Ingi Hrafnsson

Grjótkastið

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

8 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

29 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Bakherbergið by Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson

Bakherbergið

7 Listeners