
Sign up to save your podcasts
Or
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hefur ásamt hópi fleiri manna sem kynntust sr. Friðrik skoðað málið og þá hefur Morgunblaðið aflað gagna frá KFUM sem ekki hafa komið fyrir augu almennings áður.
Rætt er við Jón í lok þáttarins um þetta mál sem skók íslenskt samfélagið árið 2023 og varð meðal annars til þess að KFUM bað fórnarlömb sr. Friðriks afsökunar. Stytta af prestinum var sömuleiðis felld af stalli í Lækjargötu og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar íhugaði að svipta hinn löngu látna klerk heiðursborgaratitli.
Í fréttum vikunnar ber páfakjöri í Róm afar hátt en sömuleiðis átökin sem nú eru farin að taka á sig alvarlegri mynd en áður milli Pakistan og Indlands. Til að ræða þessi mál og fleiri mæta þau Urður Örlygsdóttir og Oddur Þórðarson til leiks. Þau eru bæði fréttamenn á Ríkissjónvarpinu.
Til þess að ræða stjórnmálaástandið leggja þær Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, orð í belg. Þar er af nægu að taka og ekki verður hjá því komist að spyrja Hildi út í það hvort nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, hyggist skipta henni út sem þingflokksformanni.
5
22 ratings
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hefur ásamt hópi fleiri manna sem kynntust sr. Friðrik skoðað málið og þá hefur Morgunblaðið aflað gagna frá KFUM sem ekki hafa komið fyrir augu almennings áður.
Rætt er við Jón í lok þáttarins um þetta mál sem skók íslenskt samfélagið árið 2023 og varð meðal annars til þess að KFUM bað fórnarlömb sr. Friðriks afsökunar. Stytta af prestinum var sömuleiðis felld af stalli í Lækjargötu og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar íhugaði að svipta hinn löngu látna klerk heiðursborgaratitli.
Í fréttum vikunnar ber páfakjöri í Róm afar hátt en sömuleiðis átökin sem nú eru farin að taka á sig alvarlegri mynd en áður milli Pakistan og Indlands. Til að ræða þessi mál og fleiri mæta þau Urður Örlygsdóttir og Oddur Þórðarson til leiks. Þau eru bæði fréttamenn á Ríkissjónvarpinu.
Til þess að ræða stjórnmálaástandið leggja þær Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, orð í belg. Þar er af nægu að taka og ekki verður hjá því komist að spyrja Hildi út í það hvort nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, hyggist skipta henni út sem þingflokksformanni.
470 Listeners
149 Listeners
224 Listeners
24 Listeners
30 Listeners
93 Listeners
24 Listeners
3 Listeners
30 Listeners
22 Listeners
9 Listeners
27 Listeners
13 Listeners
27 Listeners
3 Listeners