Kristín og Þórarinn fá Þórð Snæ Júlíusson og Jasmínu Crnac með sér í hlaðvarpið til þess að ræða innflytjendur. Þórður er ritstjóri Kjarnans og Jasmína er verkefnastjóri fjölmenningar hjá Mennigarhúsum í Kópavogi og varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Farið er yfir efnahagslegar, menningarlegar og samfélagslegar afleiðingar þess að taka á móti innflytjendum. Munurinn milli innflytjenda, flóttamanna og hælisleitanda er skilgreindur og skoðað hvernig sveitarfélög Höfuðborgarsvæðisins taka mismunandi á þessum málum. Rætt er um hvað það sé að vera Íslendingur, rasisma og útlendingahatur, hvernig skuli haga blöndun og aðlögun, og menningarlega árekstra í V-Evrópu undanfarna áratugi.