Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var hlauparinn Arnar Pétursson. Arnar er margfaldur Íslandsmeistari í langhlaupum og höfundur Hlaupabókarinnar. Við ræddum við hann í fyrri hluta þáttarins um það að koma sér í gang að hlaupa og ganga og hreyfa sig. Arnar er mikill viskubrunnur þegar kemur að hlaupum og hreyfingu og hans reynsla sem afrekshlaupari og þjálfari nýtist vel þegar hann ráðleggur byrjendum jafnt sem lengra komnum á því sviði. Og í seinni hluta þáttarins svaraði Arnar spurningum sem hlustendur sendu inn í netfang þáttarins,
[email protected]. Spurningarnar snéru meðal annars að hlaupahraða, göngutúrum, mismunandi brennslu, mataræði o.fl.