ACT (Acceptance and Commitment Therapy) er sálfræðilegt meðferðarform sem sífellt fleiri sálfræðingar tileinka sér í dag og er byggt á nýjustu rannsóknum sálfræðinnar á því hvernig hugur mannsins og tungumálið virkar. Það er að hluta byggt á öðrum grunni en ríkjandi aðferðir klínískrar sálfræði undanfarinna áratuga og eru notaðar viðtöku- og núvitundaraðferðir, ásamt skuldbindingar- og atferlisbreytingaaðferðum til að auka sálrænan sveigjanleika. Haukur Sigurðsson sálfræðingur kom til okkar í dag, en hann er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga í ACT.
Í tilefni af því að 250 ár eru liðin síðan fyrsti breski vísindaleiðangurinn sótti Ísland heim árið 1772, heldur Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands málþing í Þjóðarbókhlöðunni í dag, í samvinnu við sænska sendiráðið á Íslandi. Í dag eru nákvæmlega 250 ár frá því Sir Joseph Banks steig hér fyrst á land ásamt fjölmennu liði vísinda- og listamanna. Ferð hans til Íslands vakti mikla athygli samtímamanna og í Napóleonsstyrjöldunum reyndist Banks íslensku þjóðinni einstaklega vel sem verndari landsins og bjargvættur. Sumarliði Ísleifsson, dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, og annar höfundur sýningarinnnar um Banks og leiðangurinn í Þjóðarbókhlöðunni, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um Joseph Banks og leiðangurinn.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Anna Gunnarsdóttir, þýðandi, landvörður og þýskukennari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum í. dag:
Þokkabót / Litlir kassar (Lagið erlent, texti Þórarinn Guðnason)
Stakir jakar / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal)
Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ágeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON