Þó margir Íslendingar fari til Tenerife á hverju ári og sumir láti sig jafnvel dreyma um að búa þar allan ársins hring þá eru nú fæstir sem láta verða af því en hjónin Anna Birna Sæmundsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson létu slag standa og fluttu út árið 2019. Hún starfar sem nuddari, leiðsögumaður og fararstjóri og hann er sjómaður. Við hittum Önnu Birnu í íbúðinni þeirra á Adeje og spjölluðum við hana um lífið og tilveruna á Tenerife.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í vetur. Í dag bar Guðjón vinkilinn að snjómokstri, kurteisi og hláku.
Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta var Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og framkvæmdastjóri Stílvopnsins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:
Dádýrið eftir Magda Szabó
Dyngjan eftir Sigrúnu Pálsdóttur
Merking eftir Fríðu Ísberg
Þetta rauða eftir Rögnu Sigurðardóttur
og Pál Ólafsson ljóðskáld.
Tónlist í þættinum í dag:
Blítt og létt / KK og Magnús Eiríksson (Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum)
Sólbrúnir vangar / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ)
Ship og hoj / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR