Mannlegi þátturinn

Að gefa smáfuglum, ÓL ungkokka og Hörður flugvirki


Listen Later

Íslendingar hafa gaman af því að gefa smáfuglunum yfir vetrartímann og sumir hverjir leggja sig mikið fram um að þetta sé vel gert. Sérstakt námskeið er haldið til að fræða fólk um garðfugla, fæði og aðbúnað, er haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og þar er fjallað í máli og myndum um helstu tegundir garðfugla sem búast má við á Íslandi, einnig þær sjaldgæfari, og mismunandi fæði sem hentar hverri tegund. Einnig er fjallað um tré, blóm og runna sem laða að fjölbreyttar tegundir garðfugla en rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Við töluðum við Örn Óskarsson fuglaáhugamann sem stjórnar námskeiðinu.
Í næstu viku fara fram Ólympíuleikar ungkokka í Indlandi og mun Ísland eiga keppanda þar. Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti hreppti Ísland 6. sætið. Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata. Anton Elí Ingason frá Akranesi keppir fyrir Íslands hönd. Við heyrðum í þjálfara hans í keppninni Hinriki Carli Ellertssyni í þættinum.
Undanfarna þrjá fimmtudaga höfum við heyrt innslög sem Daníel Ólason hefur gert fyrir okkur um flughræðslu. Hann hefur sjálfur þjáðst af mikilli flughræðslu í gegnum tíðina og fékk þá góðu hugmynd að kynna sér málin almennilega og spyrja fagfólk þeirra spurninga sem vakna hjá honum þegar hann fer í flug, með þá von í brjósti að sigrast á flughræðslunni. Í fyrstu þremur innslögunum talaði Daníel við flugmannn og þjálfunarstjóra flugliða. Í 4.innslaginu, sem við heyrðum í dag hitti Daníel einn þeirra sem tryggir að flugvélarnar séu í lagi og geti yfir höfuð flogið, Hörð Má Harðarson, yfirflugvirkja hjá Icelandair,í starfstöð þeirra á Keflavíkurflugvelli.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

459 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners