Mannlegi þátturinn

Aðgengi í ferðaþjónustu, jól Kristínar Helgu og kuldaveðurspjall


Listen Later

Við fræddumst í dag um verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa stendur fyrir í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörgu og Mannvirkjastofnun. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni búa 15% mannkyns við einhvers konar fötlun. Og það er auðvitað alls ekki nógu gott ef stór hluti þess fólks getur ekki ferðast og skoðað það sem það vill vegna slæms aðgengis. Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu verkefni.
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom svo í heimsókn til okkar og við rifjuðum upp með henni jólaminningar frá æsku hennar í Garðahreppi, eins og við ætlum að gera nokkrum sinnum í aðdraganda jólanna. Kristín Helga reið á vaðið en hún er einmitt höfundur barnabókanna um Fíusól og í síðustu viku var leikritið Fíasól frumsýnt í Borgarleikhúsinu.
Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo á sínum stað í lok þáttar. Miklir kuldar hafa verið víðs vegar norðanlands það sem af er desember. Greinileg umskipti eru framundan í veðrinu og stóra spurningin var auðvitað borin fram: Fá landsmenn jólasnjó? Við töluðum svo að lokum um vonir og væntingar varðandi árangur á loftslagsráðstefnunni, COP28, sem er að ljúka.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólin með mér / Góðu molarnir (Þorgrímur Þorsteinsson og Sæmundur Rögnvaldsson)
I?ll Be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Buck Ram, Kim Gannon & Walter Kent)
Rudolph, The Red-Nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners