Mannlegi þátturinn

Aðgengismál, vinkill um svið og Guðrún Eva lesandinn


Listen Later

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fór af stað í síðustu viku með herferð og vitundarvakningu um aðgengismál sem þau kalla - Öllum er boðið, nema fötluðum. Herferðin, sem er ansi beitt, varpar ljósi á að ef aðgengismál eru ekki í lagi þá er í raun verið að útiloka fatlað fólk. Þær Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar og Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar komu í þáttinn og sögðu okkur frekar frá aðgengismálum og þessari herferð.
Við fengum í dag nýjan pistil eða öllu heldur vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að sviðum, nánar tiltekið sviðahausum.
Og lesandi vikunnar í þetta sinn var rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir. Hún er að gefa út nýja bók þessa dagana, Útsýni, sem við forvitnuðumst aðeins um. En svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bækurnar sem Guðrún Eva talaði um:
Women Who Run With The Wolves eftir Clarissa Pinkola Estés
Lífið að leysa eftir Alice Munro
Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur
Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur
Undrun og skjálfti eftir Amélie Nothomb
The Corrections eftir Jonathan Franzen
Tónlist í þættinum í dag:
Viðbein / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir)
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Á rauðum sandi / Ylja (Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners