Mannlegi þátturinn

Aðgengismálstofur, Jólin og sorgin og veðurathuganir


Listen Later

Við fjölluðum um aðgengismál og algilda hönnun í dag og við fræddumst um samstarfsyfirlýsingu um algilda hönnun sem var undirrituð af forsvarsmönnum 6 félaga og samtaka í vor. Við fengum til okkar Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur, byggingarverkfræðing og ráðgjafa, Hebu Hertervig, arkitekt og Stefán Vilbergsson, verkefnastjóra í aðgengishópi ÖBÍ, til að segja okkur frá málstofunum Góð hönnun fyrir alla, þar sem fjallað er um hönnun og byggingu húsnæðis og mannvirkja með tilliti til aðgengis fyrir alla.
Jólin og sorgin í erfiðum aðstæðum er heiti á fyrirlestri sem fram fer á morgun og er hluti af mánaðarlegri fyrirlestrarröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein. Þau sem hafa upplifað sorg og missi kannast eflaust við að fara kvíða fyrir þegar líða fer að jólum, afmæli eða öðrum tímamótum. Ína Ólöf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar verður með fræðslu ásamt því að miðla af eigin reynslu sem og uppbyggilegum ráðum um hvað getur hjálpað þegar erfiðar aðstæður sem þessar eru til staðar. Inga Bryndís Árnadóttir fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts kom ásamt Ínu í þáttinn í dag.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um veðurathuganir í sögulegu ljósi, þ.e. upphaf veðurathugana á Íslandi og þær stöðvar sem hafa lengstu samfelldu athugunarsöguna.
Tónlist í þættinum í dag:
Yfir borgina / Valdimar (Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson)
Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson)
Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson )
I Would Run Away with You / Bambaló (Kristjana Stefánsdóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners