Mannlegi þátturinn

ADHD, gömul aprílgöbb og Álfur Birkir lesandi vikunnar


Listen Later

Á aðalfundi ADHD samtakanna,sem haldinn var í síðustu viku kom fram að samtökin fagna þeim breytingum sem nú er verið að gera á þjónustu við fólk með ADHD. Nýtt ADHD teymi heilsugæslunnar fyrir fullorðna, Geðheilsumiðstöð barna og fyrirheit um aukið fjármagn og bætta þjónustu á landsvísu. En samtökin segja jafnframt að skaðlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD verða sífellt ljósari og afleiðingar aðgerðarleysis liðinna ára kalla hinsvegar á stóraukið fjármagn næstu árin til að vinna niður þá 3-4 ára biðlista sem nú blasa við. Við ræddum við Vilhjálm Hjálmarsson formann samtakanna í þættinum í dag um stöðuna og hann sagði til dæmis hversu mikið breyttist eftir að hann greindist með ADHD um þrítugt.
Á föstudaginn var 1. apríl. Ekki varð neitt úr aprílgabbi hér í þættinum, en Þór Fjalar Hallgrímsson hefur verið við starfsnám hér á Rás 1 undanfarnar vikur fann nokkur gömul aprílgöbb úr útvarpinu í safni RÚV, þar á meðal það fyrsta frá árinu 1957. Við fengum að heyra brot úr þeim í þættinum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Álfur Birkir Bjarnason nýkjörinn formaður Samtakanna 78. En í síðustu viku var einmitt sýnileikadagur transfólks og að auki tengdust Samtökin 78 einmitt vel heppnuðu aprílgabbi frá því á föstudaginn sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo auðvitað líka frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners