Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna, efndi nýverið til fræðslufundar um ADHD meðal eldra fólks. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ. Hvernig birtist ADHD hjá eldri kynslóðinni? Sólveig kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því.
Landssöfnun Barnaheilla til stuðnings forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum hófst í síðustu viku. Við fengum til okkar Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnastjóra innlendra verkefna hjá Barnaheillum og Sævar Þór Jónsson lögfræðingur en nýlega kom út bók eftir hann, Barnið í garðinum, þar sem hann talar meðal annars um reynslu sína af kynferðisofbeldi í æsku. Við töluðum við þau um átakið og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og spurningar og svör sem Barnaheill varpar fram í þeim tilgangi.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar gómsæt kirsuber á Svanshóli í Bjarnarfirði og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur og víðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík og ræddi við hann um grásleppu og fleiri fiska.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON