Mannlegi þátturinn

ADHD, Undir gjallregni og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ástandi sem í þeim málum ríkir hér á landi, en biðtími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár. Yfirskrift mánaðarins er ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum! Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, og Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi í heila- hugarstarfsemi og hegðun í Háskólanum í Barcelona komu í þáttinn í dag.
Bókin Undir gjallregni er frásögn lögreglumannsins Ólafs Ragnars Sigurðssonar af eldgosinu í Eyjum 1973. Ólafur var nýráðin lögregluþjónn í Vestmannaeyjum þegar eldgosið hófst aðfaranótt 23.janúar 1973. Ragnar varð eftir í eynni við björgunarstörf næstu vikur og skráði hjá sér minnisverða atburði, stóra og smáa og eru þeir uppistaðan í bókinni. Ólafur og barnabarn hans Marí Linda Jóhannsdóttir, sem aðstoðaði við skrifin, komu í þáttinn.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir hann frá skemmtanalífi og veisluhaldi Vestmannaeyinga og svo frá ferðalöngun Magnúsar frá því að hann var strákur austur á fjörðum. Hann segir frá frægri veggmynd á múrnum í Berlínaborg sem er nú orðin eitt helsta tákn borgarinnar. Hann segir líka frá deilum sem eru risnar millum Breta og Indverja vegna gimsteins sem Indverjar segja breta hafa stolið en prýðir nú kórónu væntanlegrar drottningar.
Tónlist í þættinum í dag:
Þrek og tár / Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson)
Gakktu alla leið / Hjálmar (Smokey Robinson, Ronald White og Bragi Valdimar Skúlason)
Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
Heima / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners