Mannlegi þátturinn

Áfallaáætlun, tækninýjungar í þjónustu og póstkort um aukakíló


Listen Later

Við höfum fjallað talsvert undanfarið um áföll og afleiðingar áfalla og hversu mikilvægt er að grípa fljótt inn til að aðstoða einstaklinga að vinna úr áföllum. Áföll í barnæsku eru algeng og rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. Barn í sorg, eða með einhvers konar áfallastreitu, getur til dæmis illa einbeitt sér að námi svo ekki sé talað um önnur áhrif á líf þeirra. Því er mikilvægt að grípa fyrr en seinna inn í og hjálpa þeim að vinna úr áfallastreitunni. Diljá Ámundadóttir Zoega borgarfulltrúi kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana um tillögu hennar sem var samþykkt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, þar sem lagt var til að allir skóla í Reykjavíkurborgar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar setji sér áfallaáætlun, einstaklingsmiðaðan stuðning við börnin. Við fengum Diljá í dag til að segja okkur frekar frá þessu.
Margir eiga erfitt með að tileinka sér tækninýjungar þegar kemur að nauðsynlegri þjónustu, bæði bankaþjónustu, félagslegri þjónustu, heilbrigðisþjónustu o.fl. Það er spurning hvort of lítill tími hefur verið gefin til að læra á nýjungar í þessu tilliti. Nýlegasta dæmið er sennilega klappkortið hjá Strætó, nú er ekki lengur hægt að nota farmiðana og víða er ekki hægt að fá þjónustu nema að hafa rafræn skilríki. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landsambands eldri borgara kom í þáttinn í dag. Hún hefur kynnt sér hvernig farið er að í þessum málum í Danmörku og hefur einnig verið ráðgefandi hjá Reykjavíkurborg. Hún skilaði skýrslu til borgarinnar í janúar og þar kemur fram hvað má gera betur.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá slag sínum við aukakílóin eftir að hann hljóp í spik vegna kórónuverunnar og illveðurs. Þetta tvennt lokaði hann inni og dæmdi til að breytast í átvagl og sófakartöflu. Í framhaldinu sagði hann frá megrunarátaki sem er að verða sjálfvirkt því matvælaverð fer hækkandi á heimsmarkaði vegna keisaradrauma Valdimars nokkurs Pútíns austur í Rússlandi.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners