Mannlegi þátturinn

Áfengisvarnir, sorgarleyfi og ráðleggingar um mataræði


Listen Later

Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengisvarnarsamtök eiga í vök að verjast þegar markaðsöflin eru annars vegar en líka vegna minna fé renni til forvarnarstarfs en áður. Árni komst í fréttirnar í fyrra þegar hann gagnrýndi viðbragðsleysi og seinagang lögreglu eftir að hafa sjálfur kært sig til lögreglu fyrir ólögleg áfengiskaup á netinu árinu áður. Hann sagði frá starfi samtakanna og málþingi sem þau standa fyrir 16. júní í þættinum.
Alþingi samþykkti í síðustu viku frumvarp Ingu Sæland félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og er ætlað að styrkja stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, stjórnarformaður Gleym mér ei styrktarfélags, og Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, ræddu þessar breytingar og sögðu frá félaginu Gleym mér ei.
Meirihluti landsmanna fer ekki eftir ráðleggingum í matarræði og breytingar á ráðleggingum sem fela meðal annars í sér minni neyslu á rauðu kjöti og meiri neyslu á grænmeti og ávöxtum hafa fengið blendin viðbrögð. Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá MATÍS, fór yfir hvers vegna fólki er ráðlagt að borða minna af rauðu kjöti og af hverju hafa kjötneytendur átt undir högg að sækja að undanförnu.
Tónlist í þættinum:
Good vibrations / Beach Boys
My Body's A Zombie For You / Dead Man's Bones
Lifa af / Bríet og Birnir.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Helga Arnardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners