Kristján Hrafn Guðmundsson segir frá óútkomnu smásagnasafni sínu Afkvæni, sem færði honum Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir viku síðan.
Við heyrum brot úr viðtali Jórunnar Sigurðardóttur við Soffíu Auði Birgisdóttur um bókina Ástkær eftir Toni Morrison, sem er bók vikunnar.
Við röltum um sýninguna ÚTHVERFI í Breiðholtinu, ásamt Aðalheiði Valgeirsdóttur og Aldísi Arnardóttur, sýningarstjórum hennar, en hún er hluti af sýningaröðinni HJÓLIÐ sem Myndhöggvarafélagið stendur fyrir, í aðdraganda hálfrar aldarafmæli félagsins 2022. Þetta eru sýningar í opinberum rýmum þar sem verk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar.
Tónlist:
Í koti karls - Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson
Klockorna ringer in dig ändå - Kristian Anttila
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir