Mannlegi þátturinn

Afleiðingar myglu, sumarveðrið og fordómar um yfirþyngd


Listen Later

Emilía Björg Atladóttir viðskiptafræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar um myglu- og rakavandamál í skólahúsnæði á Íslandi sem hún vann í lokaverkefni til meistaraprófs í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Þar rannsakaði hún meðal annars afleiðingar myglu í skólum og upplifun skólastjórnenda á starfsánægju á skólasamfélagið. Við fengum Emilíu til að segja okkur betur frá þessari rannsókn og niðurstöðunum í þættinum.
Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar eftir sumarfríið í veðurspjall. Við ræddum við hana um eldgosið í sumar, hvernig það var í hennar stöðu að vera í fríi þegar eldgos brestur. Eins fórum við með henni yfir sumarveðrið, sólarstundirnar, hitasveiflur, vætu og þurrk og að lokum um næstu vikur í kortunum. Það var af nógu að taka með Elínu í dag.
Í lokaverkefni Steinunnar Helgu Sigurðardóttur, í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skoðaði hún birtingarmyndir fordóma og mismununar á vinnumarkaði þegar kemur að konum í yfirþyngd, en engar íslenskar rannsóknir eru til sem tengjast fordómum og mismunun á vinnumarkaði. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur í ljós að konur í yfirþyngd upplifa fordóma og mismunun á vinnumarkaði, á borð við móðgandi athugasemdir, niðurlægjandi hegðun á vinnustaðnum, kröfu um að leggja meira á sig og jafnvel vinnumissi svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum við Steinunni í þættinum.
Tónlist í þættinum:
Brestir og brak / Katrín Halldóra Sigurðardótti (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
Nú blánar yfir Berjamó / Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Jónsson)
Amor em tons de sol maior / Ana Moura (Nuno Rodrigues)
I saw the light / Todd Rundgren (Todd Rundgren)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners