Mannlegi þátturinn

Áföll og kveikjur, Elín Sveins og Björk í Vissu


Listen Later

Við fjölluðum um karla og áföll í síðustu viku með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, í dag fengum við Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, í viðtal. Hún hefur rannsakað áföll og afleiðingar áfalla, sérstaklega áföll eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Nú þegar umræðan hefur opnast og sífellt fleiri stíga fram og segja frá sinni reynslu af kynferðisofbeldi, jafnvel löngu eftir að það átti sér stað, þá verður líka að gefa gaum að kveikjunum (triggerum) sem geta kveikt á gömlum minningum og vakið gömul sár. Við ræddum við Sigrúnu í dag um áföll og kveikjur.
Undanfarna sunnudaga höfum við séð í Sjónvarpinu mjög áhugaverða íslenska þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum er fylgst með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum, með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Elín Sveinsdóttir dagskrár- og kvikmyndagerðarkona hefur haft veg og vanda af þessum þáttum, en hún hefur einnig haft umsjón með þáttunum Með okkar augum sem hafa notið mikilla vinsælda hér á RÚV. Elín kom í þáttinn í dag.
Hjónin Björk Ingvarsdóttir og Pétur Matthíasson tóku nýverið við Útgerðinni Vissu á Hólmavík. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Björk þar sem hún stóð við að beita og ræddi við hana um dagleg störf í útgerð.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners