Ágúst Einþórsson ólst upp á Austurlandi og lærði bakaraiðn í Reykjavík. Síðar fluttist hann til Danmerkur þar sem hann lauk námi í bakstri og sætabrauðsgerð. Hann sneri aftur til Íslands árið 2016 og opnaði ásamt öðrum bakaríið Brauð & Co. í Reykjavík, sem varð fljótt landsþekkt fyrir súrdeigsbrauð og kanilsnúða. Núna kennir Ágúst öðrum að baka á sérstökum námskeiðum hjá frami.is þar sem hann kennir fólki að skilja allt um það hvernig á að baka brauð, kökur og jafnvel tiramisu.
Kraftur stendur fyrir árvekni- og fjáröflunarátak um þessar mundir þar sem verið er að vekja athygli á málefnum ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Arna Ösp Herdísardóttir kom í þáttinn í dag, en hún var 12 ára þegar móðir hennar greindist með krabbamein og síðar greindist hún sjálf með krabbamein. Með Örnu kom Inga Bryndís Árnadóttir, fræðslu- og hagsmunafulltrúi hjá Krafti.
Halldóra Arnardóttir listfræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá námskeiðinu Listir og menning, hugarefling við alzheimerssjúkdómnum sem hún stýrir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu skoðar hún aðferðir og dæmi þar sem listir og menning hafa eflt hugann og aukið lífsgæði fólks með alzheimers, auk þess að stuðla að auknum skilningi í samfélaginu. Halldóra sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Staldraðu við / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
Somethin? stupid / Frank og Nancy Sinatra (Carson C. Parks)
Time After Time / Eva Cassidy (Cindy Lauper)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR