Mannlegi þátturinn

Álag á vinnustað, samband Íslands og Kína og vinskapurinn


Listen Later

Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu vegna líkamlegs og andlegs álags á starfsfólk á vinnumarkaði. Algengustu ástæður nýgengi örorku á Íslandi eru geðraskanir og stoðkerfisvandi. Óhóflegt álag á vinnustöðum er til þess fallið að auka líkur á heilsutjóni af ýmsu tagi og getur leitt til kulnunar í starfi. Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi varðandi heilsueflingu og forvarnir á vinnusvið stöðum og við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur sem er sviðstjóri hjá VIRK og ræddum við hana um vellíðan á vinnustað og lykilþætti til að forðast streitu og álag.
Í gær voru fimmtíu ár síðan Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband. Við fengum Þorkel Ólaf Árnason, formann Kínversk-íslenska menningarfélagsins í þáttinn til að segja okkur sögu félagsins og hans kynnum af Kína. En hann stundaði nám í háskóla í Guangzhou og bjó þar í fimm ár. Þorkell fræddi okkur um Kína og menningarfélagið í dag.
Steinar Þór Ólafsson þekkja okkar föstu hlustendur frá því að hann var með pistla í Mannlega þættinum sem hann kallaði Kontóristinn, þar sem hann fjallaði á áhugaverðan hátt um ýmislegt sem viðkom vinnustaðamenningu. En við rákum augun í pistil sem hann skrifaði í Viðskiptablaðið með fyrirsögninni Vinir óskast. Þar fjallar hann um vináttu og það hvernig hann hefur verið að lesa sig til um það hvernig sé best að eignast nýja vini og rækta þá gömlu. Því í gegnum skólagönguna og æskuárin eignast flestir vini fyrir lífstíð, en það getur reynst töluvert flóknara þegar við verðum fullorðin. Steinar kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um vináttu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners