Mannlegi þátturinn

ÁLFkonur, Berjadagar og Prjónagleði


Listen Later

ÁLFkonur er félagsskapur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli og hefur starfað saman sem hópur frá árinu 2010. Þær hafa haldið fjölmargar ljósmyndasýningar víða um Akureyri, Eyjafjörð, á Húsavík og í Edinborg Skotlandi. Í þrettánda sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús upp á ljósmyndasýningu við útisvæðið og veitingasöluna í garðinum. Við hittum Reyni Gretarsson sem rekur Lyst kaffihús og Ingu Eydal ÁLFkonu, í Lystigarðinum á Akureyri.
Við fræddumst svo um Berjadaga, fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer árlega á Ólafsfirði 14.-17.júní. Á hátíðinni er flutt fjölbreytt tónlist í fallegu umhverfi, boðið verður upp á göngur með náttúruskoðun, spjall fræðimana og fleira. Ólöf Sigursveinsdóttir, listrænn stjórnandi Berjadaga og Hrólfur Sæmundsson, barítónsöngvari, sögðu okkur betur frá Berjadögum, dagskránni og sögunni í dag.
Næstu helgi fer fram nördalegasta bæjarhátíð landsins, að því er aðstandendur hátíðarinnar segja. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í áttunda sinn og það er mikil stemning fyrir hátíðinni, bæði innanbæjar og utan, og alveg klárt að það lifnar rækilega yfir mann- og bæjarlífinu á Blönduósi þessa helgi. Við ræddum við Svanhildi Pálsdóttur, viðburða- og markaðsstjóra Textílmiðstöðvar Íslands í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Efter Skoletid / Fenders (Eyjólfur Kristjánsson)
Kaffi tröð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Ég lít í anda liðna tíð / Garðar Cortes og Jónas Ingimundarson (Sigvaldi Kaldalóns, texti Halla Eyjólfsdóttir)
Gott er að lifa / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners