Mannlegi þátturinn

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn, Dr. Árelía og 57 daga hestaferð


Listen Later

Alzheimersamtökin standa fyrir málþingi í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi sem er einmitt í dag 21.september 2021. Yfirskrift málþingsins er ?Af hverju ég?? Erfðir ? Rannsóknir ? Greining. Fjallað verður um heilabilun frá mörgum sjónarhornum. Við fengum til okkar í þáttinn þær Sigurbjörgu Hannesdóttur fræðslustjóra Alzheimersamtakanna og Ragnheiði Ríkharðsdóttur formann samtakanna, til þess að segja okkur frá þessu málþingi og því hvað er efst á baugi í dag á alþjóðlega Alzheimerdeginum.
Þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar munu veita fólki á vinnumarkaði sem og atvinnurekendum ný og spennandi tækifæri. Hinum svokölluðu giggurum fer stöðugt fjölgandi, fólki sem tekur að sér verkefni í takmarkaðan tíma en hverfur svo á vit nýrra viðfangsefna. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir kom í þáttinn í dag, en hún er önnur höfunda nýrrar bókar, Völundarhús tækifæranna, sem fjallar um þetta efni en Árelía hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsmálum.
Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestamiðstöðina Saltvík í nágrenni Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Þaðan hafa verið farnar lengri og styttri hestaferðir árum saman en í sumar ákvað Bjarni að takast á hendur hvorki meira né minna en 57 daga ferð með viðkomu á Ströndum. Þar hitti Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, Bjarna og fékk hann til að segja frá þessari miklu ferð.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners