Í Víðsjá í dag verður m.a. rætt við Aðalheiði Sigríði Eystiensdóttur, betur þekkt sem Alla Sigga í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Alla Sigga er fyrst og fremst þekkt fyrir tréskúlptúrana sína en hún er einnig ein helsta driffjöður menningarlífsins í Eyjafirði. Í dag hefst listasmiðjan Skafl á Siglufirði, hátíð sem Alla Sigga heldur utan um auk fjölda annara viðburða í bænum. Víðsjá slær á þráðinn til Siglufjarðar í þætti dagsins. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Sýninguna okkar sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu og fjallað verður um rússneska tónskáldið Sofiu Gubaidulinu sem varð níræð í gær.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir