Mannlegi þátturinn

Ályktanir Kvenréttindafélagsins, Mottumars og sjúkrahúspóstkort


Listen Later

Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Fundurinn sendi einnig frá sér tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda. Annars vegar um að kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi og hins vegar áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum. Tatjana kom i þáttinn og fræddi okkur meira um þessar tvær ályktanir.
Á föstudaginn, 31.mars, stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina Ekki humma fram af þér heilsuna. Meðal þeirra sem taka til máls eru Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins sem mun segja frá niðurstöðu könnunar á reynslu þeirra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-1019 af greiningar- og meðferðarferlinu. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins talar einnig á málþinginu, erindi hans ber titilinn: Ástæður þess að karlmenn humma fram af sér heilsuna. Sigríður og Þorri komu í þáttinn í dag.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann spítalasögu, sögu Charité spítalans í Berlín sem er sagður einn sá besti í Evrópu. Magnús kynnti sér spítalann af eigin raun á dögunum og meðan hann dvaldi á Charité þá hugsaði hann meðal annars um dans, en almenn dansiðkun hefur snarminnkað í hinum vestræna heimi. Dansstaðir eru varla til lengur, diskótekin horfin úr flestum borgum og dansiðkun, ein af frumþörfum mannsins, fer hverfandi. Hvers vegna og hvað kom í staðinn?
Tónlist í þættinum í dag
Sjaddi Mollo / South River Band (Ólafur Þórðarson og Magnús R. Einarsson)
Ástarorð / Ragga Gröndal (Ragga Gröndal)
Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey)
Quinteto Fuga / El Cambá
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners