MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 20.NÓVEMBER 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Herferðin Þitt nafn bjargar lífi, sem Amnesty International stendur fyrir verður ýtt úr vör í Hörpu á fimmtudaginn. Herferðin tengist árlegri baráttu samtakanna fyrir þolendur grófra mannréttindabrota. Í ár beinir Amnesty International sjónum sínum að ungu fólki sem beitt hefur verið óréttlæti og upplifir af fyrstu hendi vægðarlaus mannréttindabrot. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi og Bryndís Bjarnadóttir, herferðararstjóri, koma í þáttinn í dag og segja okkur frekar frá herferðinni.
Ljósmæðrastéttin er elsta kvennastétt landsins. Engin karlmaður sinnir ljósmóðurstörfum hér á landi en fyrr á öldum var talsvert algengt að karlar sinntu fæðingarhjálp. Í nýrri bók sem Erla Dóris Halldórsdóttir skrifar segir hún frá körlum í ljósmóðurstörfum, sagt er frá fjölmörgum bændum,hreppstjórum og prestum sem vöktu yfir ljósinu og hjálpuðu konum að fæða börn sín.
Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þetta sinn segir Magnús frá því hvernig hægt er að bregðast við kuldanum á Spáni nú þegar vetur er að ganga í garð og vandanum sem fylgir því að þurfa að kaupa sér fóðraðan jakka. Svo kemur frásögn af stærsta sigurvegara þingkosninganna sem fóru fram tíunda november síðastliðinn en það var fasistaforinginn Santiago Abascal sem rúmlega tvöfaldaði fylgi flokks síns á sex mánuðum. Hann er sláandi karakter og nýtur gríðarlegs persónufylgs.