Víðsjá er í dag helguð bandaríska söngvaskáldinu Bob Dylan en á dögunum kom út í íslenskri þýðingu minningabók hans Chronicles: Volume I frá árinu 2004. Verkið nefnist Annálar í íslensku þýðingunni en þýðinguna gerði Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og alþingismaður. Guðmundur skrifar eftirmála þar sem hann fjallar um feril og helstu einkenni þessa áhrifamikla listamanns, auk þess sem hann fjallar um hverja plötu fyrir sig, og birtir lista yfir 60 bestu lög Dylans að hans mati. Guðmundur Andri verður gestur Víðsjár í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson