Þetta ár hefur verið ólíkt öllum öðrum árum, krefjandi og skrýtinn tími. Við slógum á þráðinn til Bubba Morthens og heyrðum hvernig hann lítur yfir sviðið nú í lok árs. Hvernig hefur þetta ár verið hjá honum, hvað stendur uppúr?
Heilsa jaðarsettra hópa á þessu farsóttarári sem er að líða var til umfjöllunar á heilsuvaktinni í dag. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Elísabetu Herdísar Brynjarsdóttur hjúkrunarfræðing og verkefnisstjóra hjá skaðaminnkunarverkefninu frú Ragnheiði um heilsu þeirra sem eru á götunni og þær vonir sem hún hefur á nýju ári.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR