Það er fimmtudagur og það þýðir að við fengum við sérfræðing í Mannlega þáttinn í dag. Í þetta sinn var það innkirtlalæknirinn Arna Guðmundsdóttir. Við ræddum aðallega við hana um sykursýki enda snúa nær allar spurningarnar frá hlustendum í þetta sinn um þann sjúkdóm. En fyrst ræddum við við Örnu um ýmislegt sem snýr almennt að innkirtlum. Innkirtlakerfið er eitt af líffærakerfum mannsins og innkirtlakerfið vinnur með taugakerfinu við að samhæfa störf allra annarra líffærakerfa líkamans. Afurðir innkirtla nefnast hormón en þau má skilgreina sem lífræn boðefni sem berast með blóðrásinni um líkamann. Skjaldkirtill, heiladingull, nýrnahettur eru t.d. dæmi um innkirtla, en Arna sagði okkur meira frá þess og útskýrði starfssemi þessa líffærakerfis og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum frá hlustendum, sem voru sendar á netfang okkar
[email protected].