Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Arnar Eggert Thoroddsen, doktor í tónlistarfræði, blaðamaður og gagnrýnandi. Hann er aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann er umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði. Eins og við gerum alltaf með föstudagsgesti byrjuðum við á því að fara með honum aftur í tímann og skoða aðeins æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. En svo erum við auðvitað stödd inni í miðjum Eurovision keppninni og þá var ekki komist hjá því að ræða við hann um hana. Eurovision í gegnum tíðina og auðvitað keppnina í ár, þar sem Beta, Elín, Sigga og Eyþór stíga á svið annað kvöld á úrslitakvöldinu í höllinni í Tórínó.
Í matarspjalli dagsins skoðuðum við aðeins hvað er boðið upp á á kosningarskrifstofum í aðdraganda kosninga. Við hringdum vestur á Ísafjörð í Guðrúnu S. Matthíasdóttur, eða Gunnu Siggu, en hún er kölluð tertudrottning Vestfjarða. Kosningakaffi, bakkelsi og tertur í matarspjalli dagsins.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR