Mannlegi þátturinn

Arnar og Thomas, Jóhanna María og Austurglugginn 20 ára


Listen Later

Við heyrðum í Vigdísi Þórarinsdóttur í þættinum í dag. Hún fluttist ung til Hollands að vinna fyrir Eimskip, kynntist hollenskum manni, þau eru gift í dag, eiga fjóra drengi og hún er enn að vinna hjá Eimskipum. Yngstu synir hennar, Arnar Jan og Thomas Orri, eru níu ára í dag, þeir fæddust með mjög sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm sem veldur því að þeir þurfa aðstoð með nánast allt og þeir ganga með göngugrindur og nota hjólastóla í lengri vegalengdir. Vigdís sagði okkur sögu þeirra og frá húfum sem eru prjónaðar af ömmu drengjanna og seldar bæði á Íslandi og í Hollandi vegna söfnunar sem þau eru að standa fyrir til að standa undir breytingum á heimili þeirra sem hentar betur fyrir tvíburana.
Jóhanna María Gunnarsdóttir hársnyrtimeistari missti meðvitund og féll í gólfið heima hjá sér í byrjun hausts og hlaut höfuðkúpubrot og alvarlegan heilahristing. Hún þurfti í kjölfarið að hætta að vinna og var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Þar komst hún að því að deildin er fjársvelt og töluvert margt sem þurfti að endurnýja, til dæmis í tækjakosti. Jóhanna setti í gang fjársöfnun fyrir Hollvini Grensás og mörg fyrirtæki hafa lagt söfnuninni liðsinni með því að gefa til dæmis tæki og tól sem nýttust vel í starfinu. Í desember s.l. greindist svo Jóhanna með afar sjaldgæft krabbamein sem aðeins 12 þúsund manns í heiminum greinast með á hverju ári og hóf hún lyfjameðferð á Þorláksmessu. Jóhanna kom í þáttinn í dag og sagði sína sögu og frá söfnuninni fyrir Grensásdeild, Endurhæfingardeild Landspítalans.
Svo heyrðum við í Gunnari Gunnarssyni, ritstjóra Austurfrétta, sem er frétta- og mannlífsvefur sem fjallar um allt sem gerist á Austurlandi. Við höfum til dæmis gjarnan fundið skemmtileg efni á vefnum sem við höfum fjallað um hér í Mannlega þættinum. Nú er Austurglugginn 20 ára, en Austurglugginn er vikublað undir sama hatti og austurfrett.is. Við spurðum í þættinum Gunnar ritstjóra út í hvað sé að frétta að austan og hann sagði okkur frá rekstrinum og starfinu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners