Jólin eru hátíð ljóss og friðar og auðvitað gleðinnar sömuleiðis. En þetta er líka sá árstími sem margir finna til gamalla og nýrra sorga. Þau sem misst hafa ástvin sakna á jólum og það á ekki síst við um börn sem misst hafa foreldra sína. Við ræddum stöðu þeirra, sorgina og jólin við Jónu Hrönn Bolladóttur prest í Vídalínskirkju og þáðum heilræði frá henni þessu tengt en Jóna Hrönn starfa náið með Erninum sorgarsamtökum fyrir börn.
Vetrarsólstöðuganga Pieta samtakanna fer fram á laugardaginn. Það verður samverustund á dimmasta kvöldi ársins haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið.Boðið er upp á heitt kakó og tónlistaratriði. Við fengum Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Pieta samtökunum í þáttinn til að segja okkur frekar frá starfi samtakanna og vetrarsólstöðugöngunni.
Jón Stefánsson er fæddur rétt fyrir miðja síðustu öld og hefur alið nær allan sinn aldur á fæðingarbæ sínum Broddanesi við Kollafjörð. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Jón að Broddanesi og fékk að heyra ýmislegt um búskaparhætti fyrr og nú.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON