Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur að leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram að leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. Nú í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu.
Tónlist í þættinum í dag:
Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson)
Gangi þér allt að sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson)
Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON