Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2021 kom út í gær og þar kemur ýmislegt fram, t.d. hafa aldrei fleiri leitað í fyrsta skipti til Stígamóta og árið 2021. 28% brotaþola hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Mikill fjöldi ofbeldismanna er undir 18 ára aldri og yfir 10.000 brotaþolar hafa leitað til Stígamóta frá upphafi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá því helsta sem kemur fram í skýrslunni.
Við litum við í Sjóminjasafninu út á Granda, en þar verður opnuð sýning á morgun sem safnið og Hlutverkasetur standa fyrir. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð var unnið hörðum höndum við að búa til allskyns furðudýr og listaverk úr afgangsplasti í Hlutverkasetri. Þessa fallegu gripi verður hægt að sjá á sýningunni Aðskotadýr og það er hún Anna Henriksdóttir listakona sem heldur utan um verkefnið og var að ljúka við að hengja upp furðuskepnurnar þegar okkur bar að garði. Anna sagði okkur frá sýningunni, einnig sagði hún frá radíóamatörisma sem hún leggur stund á og hefur sótt ráðstefnur víða um heim.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins segir Magnús af ferðum sínum um Austur Þýskaland. Hann segir frá sjónvarpsturninum við Alexanderplatz, heimsókn í bönker í Berlín sem hefur verið breytt í safn um nazismann, Keisaraströndinni við Eystrasaltið og Werner von Braun.
Tónlist í þættinum í. dag:
Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Ólafur Gaukur og Jón Sigurðsson-Indriði G Þorsteinsson)
Keeps on rainin / Billie Holiday
Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson, Þorsteinn Eggertsson)
Werner Von Braun / Tom Lehrer (Tom Lehrer)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON