Mannlegi þátturinn

Ásatrúarfélagið 50 ára, BUILD og hlaðvörp Ásu


Listen Later

Eins og við sögðum frá í upphafi þáttar þá var Ásatrúarfélagið stofnað á þessum degi árið 1972, það er sem sagt hálfrar aldar gamalt í dag. Af því tilefni fengum við Jóhönnu Harðardóttur frá Ásatrúarfélaginu, til að koma í þáttinn og rifja upp með okkur söguna, starfsemi félagsins og hver staða þess er í dag.
BUILD (Building Resilience and Brighter Futures) er forvarnarverkefni sem þróað var af Pieta á Írlandi og er ætlað að veita 13-14 ára ungmennum, sem mörg upplifa sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða, verkfæri til að takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautseigju og seiglu, efla sjálfstraust og tilfinningafærni. Forvarnarverkefnið hefur verið kennt á Írlandi með góðum árangri frá 2017 hefur nú verið þýtt og staðfært að íslenskum og litháískum aðstæðum en verkefnið er samstarfsverkefni, styrkt af Erasmus+, menntaáætlun ESB. Píeta samtökin fara með verkefnisstjórn en verkefnið er unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbær og samstarfsaðila í Litháen og á Írlandi. Guðbjörn Lárus Guðmundsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ komu í þáttinn og sögðu frá.
Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, kom í þáttinn í dag. Í þetta sinn sagði hún okkur frá hlaðvörpum sem fjalla um ástina, sálufélagann, sértrúarsöfnuði og raðlygara. Fyrri þáttaröðin heitir Twin Flames og sú síðari Do You Know Mordechai? Í lokin sagði hún frá glænýrri sjónvarpsþáttaröð, Pachinko, sem fjallar um vonir og drauma kóreskrar innflytjendafjölskyldu, saga sögð í gegnum fjórar kynslóðir.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners