Mannlegi þátturinn

Ást, moskítóflugur og burstabær í Garðabæ


Listen Later

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 25.SEPT 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í síðustu viku hóf ný sjónvarpsþáttaröð, Ást, göngu sína hjá Sjónvarpi Símans. Þar er fjallað um ást, sambönd og sambandsslit frá ýmsum hliðum. Hugmyndin að þáttunum kviknað á sama tíma hjá tveimur konum sem þekktust ekkert og bjuggu í sitt hvorum landshlutanum. Í þáttunum er talað við sérfræðinga og fagfólk en einnig venjulegt fólk sem segir sögur sínar. Við fáum þær Kristborgu Bóel Steindórsdóttur og Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur, sem áttu hugmyndina að þáttaröðinni og Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafa í þáttinn til að fræða okkur um allar ástina frá öllum hliðum.
Á morgun verður sérstök lýðheilsu- og minjaganga í Garðabæ. Þáttakendur verða leiddir milli minja í Garðahverfi og Garðaholti og burstabærinn Krókur verður heimsóttur. Skoðaðar verða leifar þurrabýla, bæjatóftir, grjóthlaðin gerði og varnargarðar svo fátt eitt sé nefnt. Gangan endar í Króki, litlu koti í Garðahverfi sem varðveitt er með upprunalegu innbúi síðustu ábúenda. Heildarvarðveisla alþýðubæjar eins og Króks er fágæt og óvenjulegt er jafnframt að í kringum bæinn hefur varðveist byggðaheild, Garðahverfi, sem enn er tiltölulega ósnortin sveit í miðju þéttbýli. Garðar eru forn jörð og hefur þar staðið kirkja að minnsta kosti frá því á 12. öld. Já , þetta er að finna í Garðabænum, ekki margir sem vissu af því. Við kíktum inní burstabæinn Krók í fylgd Rúnu K Tetzschner.
Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í póskorti dagsins segir hann okkur frá yfirvofandi moskítófaraldri á flóðasvæðinu á Costa Blanca á Spáni. Fólk er að undirbúa sig fyrir árásina sem skellur á eftir viku eða svo. Magnús ætlar svo að segja frá moskítóflugunni sem er skæðasta kvikyndi sem herjar á mannkynið og veldur meiri skaða, sjúkdómum og dauðsföllum en nokkur önnur dýraregund á jörðu. Ennfremur verður sagt frá vaxandi heimilisofbeldi sem var mótmælt nýlega með ýmsum hætti í 250 borgum Spánar en 19 konur hafa verið myrtar inn á heimilum það sem af er þessu ári.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

15 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners