Mannlegi þátturinn

Ásta frá Yogavin, örsögur um Óróa og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Við getum lært að vingast við taugakerfið í amstri dagsins og þurfum kannski sérstaklega á því að halda nú í aðdraganda jólanna. Mjúkar yogahreyfingar, öndun, hugleiðsla og tónheilun geta hjálpað og við forvitnuðumst um hvernig við getum komið betra jafnvægi á taugakerfið með verkfærum sem hjálpa okkur að hafa betri stjórn á viðbrögðum og gjörðum. Ásta Arnardóttir frá Yogavin kom í heimsókn og benti á góð ráð.
Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og nú eiga sögurnar því að vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa annan hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir í dag voru: Hrönn Blöndal Birgisdóttir, Jóna Valborg Árnadóttir, Ásta H. Ólafsdóttir, Fanney Björk Ingólfsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Andri Freyr Sigurpálsson, Vala Hauksdóttir, Regn Sólmundur Evu, Unnar Ingi Sæmundarson og Aron Martin.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann hefur verið á tveggja vikna ferðalagi um þrjár stórborgir Þýskalands. Hann segir frá Dresden sem er tvískipt á bökkum Saxelfurs, gamli bærinn sunnan megin og sá nýji norðan megin. Berlín er líka sérkennileg með sín þrjú sentrum og með tvennt af öllu eftir að borginni var skipt í austur og vestur eftir heimsstyrjöldina. Magnús er núna staddur í Hamborg, Sankti Pauli hverfinu þar sem Bítlarnir urðu að þeirri hljómsveit sem átti eftir að sigra heiminn. Hann rak slóðina þeirra og segir frá henni í póstkorti dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Hún hring minn ber / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Hljómsveit Magnúsar Ingimarsson (Erlent lag, texti Baldur Pálmason)
Anda Inn / Heimilstónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)
One Of These Things First / Nick Drake (Nick Drake)
Ein Bischen Frieden / Nicole (Ralph Siegel & Bernd Meinunger)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners